141. löggjafarþing — 12. fundur,  26. sept. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[18:10]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú þykir mér dæmið aldeilis farið að snúast við. Í ferlinu öllu þegar faghóparnir luku vinnu sinni í janúar 2010 var farið í gríðarlega mikið kynningar- og umsagnarferli sem tók mikinn tíma en niðurstöðurnar höfðu endanleg áhrif á faghópa og verkefnisstjórnina.

Það er nákvæmlega þannig sem vinna á málið. Það er ekki rétt hjá hv. þingmanni að þetta hafi verið opið lýðræðislegt ferli þegar tveir hæstv. ráðherrar toguðust á um virkjunarkosti. Við vitum alveg nákvæmlega hvernig það fór fram. (Gripið fram í.) Það hafði ekki í för með sér þá sátt (Forseti hringir.) sem stefnt var að enda sjáum við mætast stálin stinn á Alþingi þar sem stjórnmálaflokkarnir eru og engin sátt er í augsýn.