141. löggjafarþing — 17. fundur,  11. okt. 2012.

jafnréttismál.

[10:53]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Forseti. Það er greinilegt að maður hefur snert viðkvæma taug hjá hæstv. forsætisráðherra.

Pabbi á tvær dætur. Árið 1975 var hann einu sinni sem oftar að ryksuga heima. Hann fékk í heimsókn til sín einn besta vin fjölskyldunnar sem á þrjá syni. Sá maður sagði og sló á lær sér: Gunnar, hvað ert þú að gera? Þetta mundi ég aldrei láta nokkurn sjá mig gera, að vera að taka til heima hjá mér. Þá lagði pabbi frá sér ryksuguna og sagði við hann: Minn kæri vinur, heldur þú virkilega að ég sé að ala upp dætur mínar sem vinnukonur fyrir syni þína?

Þessi viðhorf endurspeglast því miður í dag hjá ríkisstjórn Íslands. Gegn þeim þarf að berjast. [Kliður í þingsal.] (Gripið fram í: Fáránlegur málflutningur.)