141. löggjafarþing — 17. fundur,  11. okt. 2012.

efnahagsáætlun AGS.

[10:59]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Ég hvet hæstv. forsætisráðherra til að sýna meiri auðmýkt og viðurkenna hagstjórnarmistök sem hafa þýtt að hagvöxtur hér á landi er um 2,3% en ekki 3,4%, eins og AGS gerði ráð fyrir. Röng efnahagsstefna hefur því þýtt tap fyrir skattgreiðendur upp á um 16 milljarða.

Þvert á efnahagsáætlun AGS, sem norræna velferðarstjórnin innleiddi hér með þrælslund, ráðleggur AGS nú kreppulöndum að taka upp lausbeislaða peningastefnu. Slík stefna hér á landi mundi þýða að við mundum lækka vexti verulega og afnema verðtrygginguna, en ríkisstjórnarflokkarnir hafa hafnað báðum þessum leiðum. AGS leggur líka áherslu á að tapaðar skuldir í bankakerfinu verði leiðréttur. Ríkisstjórnin hefur frekar kosið að fara í langdregið dómsferli en að þrýsta á (Forseti hringir.) leiðréttingu skulda. Dómstólaleiðin hefur hægt á efnahagsbatanum og hún mismunar fólki eftir því hvar það tók lán og líka eftir því hvort það hafði efni á því að standa í skilum eða ekki.