141. löggjafarþing — 21. fundur,  18. okt. 2012.

endurmat á aðildarumsókn að ESB.

[10:52]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Skeytasendingar til heimabrúks, ja, margur heldur mig sig. Það má vel vera að þetta sé vinnulagið í Sjálfstæðisflokknum, en það er það alls ekki hvað mig varðar. Mínar hugmyndir eru settar fram af mikilli alvöru.

Það markvissa endurmat sem ég hef kallað eftir hefur ekki farið fram, það er alveg rétt. En umræðan er hafin og ég tel mjög mikilvægt að þingið sameinist um það, stjórnarandstaðan, en ekki síður og öllu helst horfi ég til stjórnarmeirihlutans, að taka þetta mál og beina því inn í markvissa umræðu. Ég er sammála hv. þingmanni um að það sé nauðsynlegt og varði hag okkar allra.