141. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2012.

dýpkunarframkvæmdir í Hornafjarðarhöfn.

211. mál
[16:09]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég játa að ég kann ekki að ræða þessi mál í tæknilegum smáatriðum. Það sem ráða má af þeirri greinargerð sem sérfræðingar bjuggu mér í hendur til að geta svarað fyrirspurn hv. þingmanns og tekið þátt í þessari umræðu er að menn beita nú fullkomnari tækjabúnaði en áður til að kortleggja botninn, strauma og allar aðstæður með það fyrir augum að standa að dýpkun við höfnina þarna og á þessu svæði. Menn eru því að gera allt sem þeir geta og nýta betri tækjakost. Reynslan sýnir okkur náttúrlega að það skiptir miklu máli að rasa ekki um ráð fram heldur að vinna heimavinnu okkar vel áður og rannsaka alla hluti sem gaumgæfilegast, enda hvetja allir til þess hér við umræðuna og ekki síst hv. fyrirspyrjandi.

Ég mun gera það sem ég get til að styðja við þetta góða starf.