141. löggjafarþing — 29. fundur,  5. nóv. 2012.

trúnaður í störfum nefnda.

[15:47]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil ítreka, vegna þeirrar umræðu sem ég hóf hér, að það ber að aflétta trúnaði af upplýsingum um samningana við Evrópusambandið vegna þess að það vita allir hvernig þeir samningar fara fram. Það er ekki þannig að eitthvað í þessum samningum komi Evrópusambandinu á óvart þegar þangað er mætt.

Það má líka snúa þessu við, virðulegi forseti. Það eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar að fá að vita hvað stendur í samningsafstöðunni sem send er út. Það eru hagsmunir hennar að geta hugsanlega haft áhrif á það hvort samningsafstaðan sé nógu sterk eða ekki. Þess vegna ber að sjálfsögðu að aflétta þessum trúnaði og það ber að gera strax.