141. löggjafarþing — 36. fundur,  19. nóv. 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

133. mál
[15:59]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Varðandi þá breytingartillögu sem hér er til umræðu styðjum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins hana og teljum að sú breyting sem varðar tímasetningu sé skárri kostur í vondri stöðu. Varðandi málið sem slíkt höfum við gert athugasemdir við það frá upphafi, bæði á þessu þingi og fyrri þingum. Við sátum hjá við 2. umr. um málið á dögunum í þeirri von að hugsanlega væri hægt að ná fram einhverjum breytingum milli 2. og 3. umr., en ekki var vilji til þess af hálfu meiri hluta nefndarinnar og meira að segja var óskum okkar um gestakomur sem voru fremur hógværar hafnað, algjörlega að tilefnislausu. Við munum því leggjast gegn því að frumvarpið sem slíkt verði að lögum og hið sama á við um það sem næst er á dagskránni.