141. löggjafarþing — 39. fundur,  21. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[18:01]
Horfa

Birna Lárusdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hægt að vera sammála um að stjórnarskráin eigi að vera stutt og skorinorð og hún má ekki vera þannig að hún sé opin til túlkunar í allar mögulegar og ómögulegar áttir. Það er kannski það sem maður óttast helst, fari þetta frumvarp alla leið og verði að lögum, að á næstu árum muni ríkja algjör réttarfarsóvissa um hvernig taka skuli á málum og dómsóvissa, því öll dómafordæmi mun skorta fyrir því hvernig fara skuli með einstök ákvæði, einkum og sér í lagi þau allra nýjustu.

Hvað varðar hlut sveitarfélaganna mundi ég einna helst vilja að þeim verði tryggðir tekjustofnar með einhverjum hætti í stjórnarskrá eða greinargóðum texta (Forseti hringir.) til að standa undir lögbundnum verkefnum sínum.