141. löggjafarþing — 46. fundur,  4. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[15:15]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg hárrétt athugað hjá þingmanninum að ef maður talar um fjárfestingar sem eiga að leiða til arðsemi, er einfalt að líkja því við að bæta framleiðslulínu við hjá fyrirtæki, maður þarf ekki að vera neinn hagfræðingur til þess. (Gripið fram í.) Já, það er hægt að vera bara sveitamaður. Þetta er hárrétt nálgun hjá þingmanninum og ég held að ég hafi ekkert miklu meiru við það að bæta. Nema því að ég er þeirrar skoðunar að það sé bandvitlaust forgangsraðað í þessu frumvarpi og að menn þurfi að huga miklu meira að því að setja fætur undir hagkerfið til þess að hér verði meiri framleiðsla í framtíðinni.