141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[10:39]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það eru komin þrjú og hálft ár síðan Alþingi samþykkti illu heilli að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þá átti aðeins að kíkja í pakkann. Menn töldu að því máli lyki innan tveggja ára þannig að bæði þing og þjóð gæti tekið afstöðu til þess.

Nú er sýnt í þessu fjárlagafrumvarpi að þessu á að halda áfram. Milljarðar króna á næsta ári og skuldbindingar fyrir næstu ár eru hér um áframhaldandi aðlögunarferli.

Frú forseti. Ég er svo algerlega á móti þessu að ég mun greiða atkvæði gegn því sem lýtur annars vegar að fjárveitingu til áframhaldandi aðlögunar og inngöngu í Evrópusambandið og hins vegar þeirri fjáröflun eða gjöfum eða mútum frá Evrópusambandinu (Forseti hringir.) til Íslendinga til að reka þessa aðlögun.