141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:55]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni enn ein Brussel-blekkingin. Hér er lagt til að íslenska ríkið leggi inn í Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins 128 millj. Á fjárlögum 2010, 2011 og 2012 hafði ríkið lagt inn 180 millj. á ári, samtals 540 millj. kr., og þegar þessi upphæð bætist við erum við að tala um 668 millj. kr. sem íslenska ríkið leggur sem mótframlag á móti ESB-umsókninni.

Þetta kallast blekkingar vegna þess að þá lánaði fjárveitingavaldið Evrópusambandinu fjármagn þar til IPA-styrkirnir yrðu samþykktir, sem gert var hér síðasta sumar. Svo kemur fram hér að þetta sé mótframlag á móti IPA-styrkjunum og að það komi inn í Þýðingamiðstöðina sem og önnur verkefni. Við skulum átta okkur á því hvað hér er á ferðinni. Ég segi nei.