141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:30]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Nú greiðum við atkvæði um mál sem snúa að velferð þjóðarinnar. Ég vil benda á að ríkisstjórnin ákvað að fara í mjög harkalegar aðgerðir gagnvart heilbrigðisstofnunum víðs vegar um landið og sá vandi sem skapaðist í kjölfarið er algerlega óleystur. Þetta er verkefni komandi kynslóða og við verðum með einum eða öðrum hætti að taka ákvörðun um að hvernig við ætlum að haga heilbrigðismálum þjóðarinnar. Ef það er eitthvað sem þessari ríkisstjórn hefur mistekist þá er það hennar stærsta verkefni — að standa vörð um velferðina í landinu.