141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:13]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um tillögu um 34 millj. kr. fjárveitingu til aðalskrifstofu umhverfisráðuneytis. Hver er skýringin á því? Hún er sú að verið er að færa verkefni á milli ráðuneyta, samkvæmt breytingunni sem var gerð á Stjórnarráðinu.

Það sem vekur athygli mína er að ekki eru gerðar neinar niðurskurðarkröfur á aðrar aðalskrifstofur í ráðuneytunum á móti þessari aukningu hér, þótt verið sé að færa til verkefni. Þetta er enn ein staðfestingin á því hvers konar vitleysa þetta er, að láta aðalskrifstofur ráðuneytanna þenjast út. Í ljósi þeirrar umræðu sem var um breytinguna á Stjórnarráðinu sést að hagræðingin stenst greinilega ekki heldur eru svona tækifæri notuð til að þenja út aðalskrifstofur ráðuneytanna.