141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[20:08]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tek undir beiðni eða réttara sagt kröfu hv. þm. Einars K. Guðfinnssonar um að hæstv. ráðherra og hv. formaður efnahags- og viðskiptanefndar, Helgi Hjörvar, verði viðstaddir þessa umræðu og spyr hæstv. forseta hvort gerðar hafi verið ráðstafanir í þá veru. Það er mjög mikilvægt að a.m.k. þessir tveir hv. þingmenn, hæstv. ráðherra og hv. þingmaður taki þátt í umræðunni svo hún megi verða til einhvers gagns. Stjórnarliðar byrjuðu strax á fyrsta degi 2. umr. um fjárlög að hrópa málþóf og sýndu umræðunni svo þá lítilsvirðingu að taka lítinn sem engan þátt í henni. Þeir mæta varla hingað í þing, láta umræðuna helst fara fram um miðjar nætur, þannig að maður spyr sig: Hver er tilgangurinn með umræðum í þingsal að mati hæstv. ríkisstjórnar?