141. löggjafarþing — 51. fundur,  12. des. 2012.

viðvera ráðherra og framsögumanns máls.

[15:40]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg):

Forseti. Eins og þegar hefur komið fram er framsögumaður málsins innan nefndarinnar, hv. þm. Mörður Árnason, fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Með fullri virðingu fyrir framsögumannakerfi þingnefndar þá vita það allir hér inni að hv. þm. Mörður Árnason er ekki einn ábyrgðarmaður þessa máls, langt í frá. Hér stendur formaður umhverfis- og samgöngunefndar sem einnig hefur verið vakinn og sofinn yfir málinu um langa hríð. Ég tel að hv. þingmenn ættu að vera fullsæmdir af því að hafa okkur, aðra nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd, á staðnum auk þess sem rétt er að fram komi að hv. þm. Mörður Árnason var hér í allan gærdag og langt fram á kvöld en þurfti þá frá að hverfa. Hann er nú í útlöndum vegna annarra þingstarfa, en ég ítreka að við verðum hér á vaktinni enda (Forseti hringir.) erum við að sjálfsögðu líka ábyrgðarmenn málsins.