141. löggjafarþing — 54. fundur,  17. des. 2012.

lengd þingfundar.

[15:04]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu. Ég tel að hæstv. ríkisstjórn hefði átt að koma með málið miklu fyrr inn í þingið. Það er búið að vera meira og minna verklaust í allt haust og það er léleg verkstjórn hjá hæstv. ríkisstjórn sem við stöndum hér frammi fyrir. Við þurfum að halda fundi langt frá á kvöld þvert á stefnu hæstv. forseta sem vildi hafa þingið fjölskylduvænan vinnustað. [Hlátur í þingsal.]