141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:50]
Horfa

velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við erum að afgreiða lokafjárlög þessa kjörtímabils. Eftir erfiðan tíma og mikinn niðurskurð hefur okkur tekist að snúa dæminu við. Við gátum varið heilbrigðiskerfið fyrir frekari niðurskurði og bætt þar við 1 milljarði í tækjakaup. Okkur hefur líka tekist að snúa áherslunum á börn og barnafjölskyldur með hækkun barnabóta, endurnýjun á fæðingarorlofinu og lengingu þess, húsaleigubótum og auknu fé í tannlækningar barna. Okkur hefur einnig tekist, með mjög góðu samstarfi Samtaka atvinnulífsins og launþegasamtakanna, að bregðast við langtímavanda atvinnuleitenda Á kjörtímabilinu hefur verið í gangi og er enn þá Nám er vinnandi vegur sem er öflugt átak þar sem atvinnuleitendur sem komast í nám. Við erum að skipuleggja núna að sett verið af stað 2.200 störf á næsta ári og hér eru fyrirheit um að (Forseti hringir.) fara í byggingu á nýjum Landspítala. Það er mér sönn ánægja að afgreiða þau fjárlög og tillögur meiri hlutans með jákvæðum hætti.