141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:19]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Það vekur athygli við þessa atkvæðagreiðslu hvernig atkvæði skiptast. Ég tek sérstaklega eftir því að þingmenn Hreyfingarinnar, sem hafa verið mjög harðir talsmenn þessa máls, sitja hjá við atkvæðagreiðslu um þessa tillögu. Það vekur líka athygli að þingmenn Bjartrar framtíðar leggjast ekki á sveif með heimilum landsins í þessu máli. Það skal alveg viðurkennt að hin svokallaða skjaldborg heimilanna, sem aðrir kalla gjaldborg heimilanna, lækkaði um 2 milljarða við þá tillögu sem hv. formaður efnahags- og viðskiptanefndar lagði fram áðan. Okkur þykir það ekki nóg. Þess vegna er þessi tillaga komin fram og snýst um að verðlagsáhrif gjaldahækkana ríkisstjórnarinnar verði dregin að fullu til baka.