141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:20]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég ætla að fagna þeirri stefnubreytingu hjá meiri hluta fjárlaganefndar að koma hingað með fjármuni inn til Alþingis þar sem forseti Alþingis stóð að tillögunni með forsætisnefnd að baki sér. Ég vænti þess að þetta séu eingöngu fyrstu skref í því sem fram undan er með húsið sem nefnt er Skjaldbreið og vil taka undir með hv. þm. Þuríði Backman um að við förum í deiliskipulagsbreytingu hér á Alþingisreitnum samhliða og göngum frá því hver hugur okkar er til þeirra húsa og þeirra nýbygginga sem hér eiga að rísa, sem og svæðisins alls hér í kring.