141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

rannsóknarnefndir.

416. mál
[11:11]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Í meðförum málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hef ég fyrst og fremst haft áhyggjur af skaðleysisákvæðinu sem er töluvert víðtækara en gengur og gerist, skulum við segja. Við höfum verið að fara yfir þetta ákvæði fram að þessu og lagðar hafa verið til ákveðnar breytingar sem fela vissulega í sér þrengingu en enn stendur þó eftir ákveðin meginspurning um það hvort nefndarmenn í rannsóknarnefndum af þessu tagi eigi að njóta jafnvíðtæks skaðleysis og enn er gert ráð fyrir.

Við munum fjalla um málið aftur milli 2. og 3. umr. Í ljósi þess sit ég hjá við þessa atkvæðagreiðslu.