141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[19:50]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Við erum að fara að greiða atkvæði um breytingartillögu okkar hv. þm. Eyglóar Harðardóttur sem kveður á um að margnota taubleiur verði færðar úr efsta virðisaukaskattsþrepi sem er 25,5% í 7% virðisaukaskattsþrep. Þetta er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að hlúa að barnafjölskyldum og ýta undir umhverfisvæna neyslu, hið svokallaða græna hagkerfi.

Ég hvet sérstaklega meiri hlutann á þingi til að styðja þessa tillögu. Ég sé að það eru ansi margir sem hafa stutt hana en þess má geta að á síðasta þingi, í fyrravor, minnir mig að hún hafi fallið á einu atkvæði.

(Forseti (ÁRJ): Forseti hvetur hv. þingmenn til að athuga hvernig þeir greiða atkvæði.) [Hlátur í þingsal.] (SII: Endurtaka atkvæðagreiðsluna.)

(Forseti (ÁRJ): Atkvæðagreiðslunni er ekki lokið.) [Samræður í þingsal.]

(Forseti (ÁRJ): Atkvæðagreiðslan stendur yfir.) [Samræður í þingsal.]

(Forseti (ÁRJ): Forseti frestar fundi í fimm mínútur.) [Háreysti í þingsal.]