141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

barnalög.

476. mál
[20:50]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við erum að fjalla um og greiða atkvæði um barnalög. Það er rétt að til er sáttameðferð í landinu en við höfum leitt í lög að það þurfi að fara fram formleg sáttameðferð og gefa út vottorð um slíkt áður en hægt er að óska eftir úrskurði eða fara í forsjármál. Útfærsla slíkrar formlegar sáttameðferðar hefur ekki verið kláruð. Þar af leiðandi verður ekki hægt að veita hana og veita vottorð þannig að lömun mun skapast í kerfinu hvað þessi mál varðar. (Gripið fram í: Nei, nei.)