141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

fæðingar- og foreldraorlof.

496. mál
[21:26]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Í 4. og 5. gr. er verið að aðlaga þær breytingar sem búið er að gera á fæðingarorlofshlutanum gagnvart fæðingarstyrknum. Það er eðlilegt að það sé samræmi þar á milli. Við höfum hins vegar andmælt þessari forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og getum því ekki stutt þetta en munum hins vegar ekki leggjast gegn þessu ákvæði vegna þess að það er til samræmingar.

Við sitjum því hjá.