141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

fæðingar- og foreldraorlof.

496. mál
[21:32]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Það er ekki mat fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins að við höfum fjárhagslegt svigrúm til að fara í þær breytingar sem hér er verið að boða. Þar segir í umsögn um þetta mál, með leyfi virðulegs forseta:

„Ljóst er að frumvarpið er ekki í samræmi við útgjaldaforsendur í fyrirliggjandi ríkisfjármálaáætlun stjórnvalda til næstu ára þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkum útgjaldavexti fæðingarorlofs í þeirri stefnumörkun. Í ljósi þess verður að gera ráð fyrir því að gripið verði til viðeigandi ráðstafana á útgjalda- eða tekjuhlið þannig að forsendum ríkisfjármálaáætlunarinnar verði ekki raskað og að unnt verði að standa við þau markmið sem sett hafa verið fram um jöfnuð í ríkisfjármálum árið 2014.“

Þetta eru orð fjármálaráðuneytisins um þær fjárhagslegu og efnahagslegu forsendur sem eiga að vera til staðar til að þetta mál geti fengið eðlilega afgreiðslu.