141. löggjafarþing — 63. fundur,  14. jan. 2013.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:03]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Rammaáætlun er merkileg tilraun þjóðar til þess að koma á sátt um hvernig eigi að nýta og friða landsvæði. Ég er þeirrar skoðunar að með því pólitíska togi sem þetta hefur lent í milli ríkisstjórnarflokkanna hafi sögulegu tækifæri til sáttar verið glutrað niður. Það er algjörlega ljóst að þetta er orðið að pólitísku plaggi, og pólitísku plaggi sem ekki mun standa lengur en sú ríkisstjórn sem nú er við völd. Það er líklegt að hér fari allt upp í loft aftur út af þessari rammaáætlun og engin sátt náist, því miður. Það hefði betur verið farið að tillögum sérfræðinganna og þeir látnir klára þá vinnu sem hafin var.