141. löggjafarþing — 68. fundur,  22. jan. 2013.

skráð trúfélög.

132. mál
[14:13]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við umfjöllun málsins í allsherjar- og menntamálanefnd fengum við til okkar gesti. Ég er sammála því að taka málið inn í nefnd á milli 2. og 3. umr. Það sem gerði útslagið gagnvart málinu af minni hálfu og varð til þess að ég tel að skoða þurfi það betur er að í þeirri fjögurra manna nefnd sem á að vera ráðherra til ráðgjafar um hvaða félög teljast til lífsskoðunarfélaga, er maður úr háskólasamfélaginu. Hann kom á fund okkar og sagði að ekki hefði farið fram umræða innan þess háskólasamfélags sem hann tilheyrir um hvernig skilgreina eigi viðmiðin varðandi það hvað er lífsskoðunarfélag. Ég tel að skoða þurfi það betur áður en við samþykkjum málið. Þess vegna munum við framsóknarmenn sitja hjá við atkvæðagreiðsluna og skoða málið í nefnd milli 2. og 3. umr.