141. löggjafarþing — 68. fundur,  22. jan. 2013.

rannsókn samgönguslysa.

131. mál
[16:50]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ólafur Þór Gunnarsson) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég get ekki annað en tekið undir með þingmanninum um það að við munum fá þær rökræður inn í nefndina og ræða þetta ítarlega, einkum og sér í lagi það sem hv. þingmaður nefnir, sem ég held nú að sé kannski það sem við hér, alla vega allir þeir hv. þingmenn sem hafa tekið þátt í umræðunni eru að tala um, þ.e. að við viljum tryggja það að faglegir þættir sem snúa að rannsóknum slysa verði ekki fyrir borð bornir, að tryggt sé að við bætum ástandið, hvort sem við erum með því að minnka eða auka kostnaðinn. Ég tek þessar ábendingar þingmannsins alvarlega og þakka fyrir þær.