141. löggjafarþing — 70. fundur,  24. jan. 2013.

framhald stjórnarskrármálsins.

[10:46]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég spyr hæstv. forsætisráðherra um sjónarmið hennar og hennar flokks, Samfylkingarinnar, til framhalds stjórnarskrármálsins. Eftir því sem okkur í stjórnarandstöðunni skilst er enn ásetningur ríkisstjórnarflokkanna að ljúka umfjöllun um stjórnarskrárfrumvarpið fyrir vorið og í umræðum bæði í þessum ræðustól og fjölmiðlum hefur sú skoðun komið fram, m.a. af hálfu hæstv. forsætisráðherra, að bera eigi nýja stjórnarskrá undir atkvæði kjósenda samhliða alþingiskosningum í vor.

Ég vildi spyrja hæstv. forsætisráðherra hvort þetta væri enn afstaða hennar.