141. löggjafarþing — 74. fundur,  29. jan. 2013.

fyrstu Icesave-samningarnir.

[13:32]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Mig langar að byrja á því að óska íslensku þjóðinni til hamingju með niðurstöðuna í Icesave í gær, en mig langar að beina eftirfarandi fyrirspurnum til hæstv. atvinnuvegaráðherra: Er ráðherrann enn á þeirri skoðun að það hafi verið rétt af ríkisstjórninni að reyna að koma Svavarssamningunum svokölluðu óséðum í gegnum Alþingi, þ.e. þannig að þingmenn hefðu ekki færi á að kynna sér samningana?

Í öðru lagi er spurning mín: Hver tók ákvörðun um að þessir samningar yrðu trúnaðarmál á þeim tíma og er það enn skoðun hæstv. ráðherra að samningarnir sem kenndir eru við Svavar hafi verið glæsileg niðurstaða?