141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

útgáfa og meðferð rafeyris.

216. mál
[15:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um mjög spennandi mál. Þetta er framtíðin, þetta er eitthvað sem kemur í veskin okkar eftir nokkra mánuði. Við erum að tala um rafeyri sem kemur í staðinn fyrir peningana, seðlana í veskinu okkar. Ég hef unnið mikið í hv. efnahags- og viðskiptanefnd að þessu máli og þetta er tæknileg útfærsla, verið að innleiða tilskipanir Evrópusambandsins á þessu sviði, sem eru skynsamlegar. Ég stend að þessu nefndaráliti að fullu og stend líka að öllum þeim breytingartillögum sem gerðar eru enda tel ég að þetta sé framtíðin okkar.