141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

skráð trúfélög.

132. mál
[15:41]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Nú hefst atkvæðagreiðsla um tímamótamál sem löngu er tímabært að festa í lög. Með samþykkt þessa frumvarps um skráð trúfélög yrði stigið mikið framfaraskref því að með þessum lögum yrðu lífsskoðunarfélögum á borð við Siðmennt tryggð réttindi sambærileg við trúfélög hvað varðar sóknargjöld eða ígildi þeirra. Þetta frumvarp snýst um jafnrétti, þetta frumvarp snýst um mannréttindi og ég vænti niðurstöðu í samræmi og með hliðsjón af þeim staðreyndum.