141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

skráð trúfélög.

132. mál
[15:47]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nóg er af rótleysi og ruglingi í þjóðfélaginu, óháð landhelgi, þótt við förum ekki að auka á það með lagasetningu. Kirkjan, kristin trú og hefðbundin trúfélög á Íslandi hafa verið eitt kjarnaankeri íslensks samfélags alla tíð, eitt af fáum ankerum sem hafa haggast minnst. Þess vegna er ástæða til að líða ekki handarbakavinnubrögð eins og þetta frumvarp byggist á. Það er illa unnið, illa ígrundað og er afgreitt svona eins og í partíi þegar menn segja: Fáum okkur einn enn. Meiri er ekki alvaran. (Gripið fram í.) Það þekki ég af langri reynslu, já. (Gripið fram í: Þú hefur aldrei …) Ég man þó öll partíin sem ég hef verið í, utanríkisráðherra. (Gripið fram í.) [Hlátur í þingsal.]