141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:24]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í framhaldi af ræðu hv. þm. Valgerðar Bjarnadóttur vildi ég nefna að mér finnst ljóst að þær breytingar sem meiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar leggur til eru fyrst og fremst breytingar sem byggja á sjónarmiðum annarra þingmanna, það er samflokksmanna hv. þingmanna í meiri hlutanum í öðrum þingnefndum. Mun minna mark er tekið á þeim ráðleggingum og athugasemdum sem hafa komið fram af hálfu sérfræðinga. Þetta er auðvitað galli að mínu mati. Auðvitað er gott ef hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir telur að til dæmis mannréttindakaflinn (Forseti hringir.) valdi ekki réttaróvissu og fullyrðir að svo sé ekki, þegar það stangast á við (Forseti hringir.) ábendingar, jafnvel alvarlegar athugasemdir, flestra þeirra fræðimanna sem um þetta hafa fjallað.