141. löggjafarþing — 77. fundur,  11. feb. 2013.

dagskrá næsta fundar.

[17:19]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég skil mætavel áhyggjur hv. þm. Þórs Saaris en tel að þessi viðbrögð séu svona í leikrænna lagi. Hér eru engin brigð á ferðinni gagnvart stjórnarskrármálinu. Við ætlum að fara alla leið og ef við komumst ekki alla leið þá ætlum við að fara eins langt og hægt er með eins marga og hægt er, eins og einu sinni var sagt. En ég vil líka hrósa hv. þm. Þór Saari fyrir það að hann hefur komið sumum þingmönnum hér í salnum í þann bobba að þeir geta ekki gert upp við sig hvort þeir eru meira á móti nýrri stjórnarskrá eða breytingum á fiskveiðistjórnuninni. [Hlátur í þingsal.]