141. löggjafarþing — 79. fundur,  12. feb. 2013.

stjórn fiskveiða.

570. mál
[15:47]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Mig langar að spyrja hv. þingmann, af því að hann er vel að sér í þessum málum og þekkir vel til, um það sem maður hefur fundið fyrir núna undanfarið, þ.e. mikið er talað um að þessar breytingar á sjávarútvegskerfinu eigi meðal annars að vinna gegn samþjöppun í greininni, efla nýliðun og annað því um líkt. Getur hv. þingmaður farið yfir það hver reynsla manna hefur verið það sem af er þessu kjörtímabili, að hans mati, hvað þessa þætti snertir og síðan hvaða áhrif þetta þingmál eða þessar breytingar mundu hafa á nýliðun í sjávarútvegi? Erum við að ná því sem menn tala hér um þegar kemur að nýliðun? Mun þetta frumvarp stuðla að nýliðun í sjávarútvegi eða er rétt sem meðal annars hv. þm. Sigurður Ingi Jóhannsson benti á hér í gær að nýliðunar væri hvergi getið í markmiðskaflanum vegna þess að þetta frumvarp mundi á engan hátt leiða til nýliðunar í sjávarútvegi?