141. löggjafarþing — 86. fundur,  25. feb. 2013.

mál á dagskrá.

[15:57]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Það er alger óþarfi að æsa sig svona yfir þessu. Það sem gerðist hér á miðvikudaginn var að ég gerði eðlilega, efnislega og málefnalega athugasemd við dagskrá. (Gripið fram í.) Það er sannarlega ólíku saman að jafna að taka mál til 1. umr. þegar eftir eru aðrar tvær en að taka mál til endanlegrar umræðu, taka mál til síðari umræðu um þingsályktunartillögu eins og þarna var á ferðinni. Ég hvet hv. þm. Ragnheiði Elínu Árnadóttur til að kynna sér það hversu margir þingmenn voru hér í húsi þennan miðvikudag kl. 19. Ég hygg að þeir hafi verið svona fimm fyrir utan þá sem hér stendur.

Við erum ekki að biðjast undan þessari umræðu, langt í frá, en við viljum fá að taka þátt í henni. Það er málið. (Gripið fram í.) Það var engin aðstaða til þess þá og það er líka (Gripið fram í.) eðlilegt (Forseti hringir.) að um dagskrá sé haft nokkurt samráð, a.m.k. þannig að þingflokksformönnum séu veittar upplýsingar.