141. löggjafarþing — 87. fundur,  25. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[18:32]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið og þau svör sem hann veitti um 7. gr. og síðan um 9. gr., að sá skilningur sé réttur að valnefndin tilnefni í raun þá aðila sem eigi að kjósa í stjórn Ríkisútvarpsins.

Ég er reyndar örlítið hugsi yfir því ferli og mun taka það upp í seinni ræðu minni. Það er ósanngjarnt, virðulegur forseti, að ætla að spyrja hv. þingmann aftur þar sem honum gefst ekki tækifæri núna að koma í andsvar til að ræða þau álitamál sem ég tel í það minnsta að séu hér til staðar. Ég vil því þakka hv. þm. Skúla Helgasyni fyrir svör hans og það sem hann hefur reifað hér. Ég mun koma aftur í ræðu síðar og taka á fleiri þáttum er varða þetta frumvarp.