141. löggjafarþing — 87. fundur,  25. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[19:54]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Hann spyr hvort ég hafi áhyggjur af því að fleiri viðmælendur í einum tilteknum fréttaskýringarþætti hafi verið frá Vinstri grænum en Sjálfstæðisflokknum. Ég rakti það í ræðu minni að ég tel í sjálfu sér ekki undarlegt að þeir flokkar sem eru við völd hverju sinni séu líklegri til að stjórna dagskrá umræðna með einhverju móti og vera þess vegna meira í umræðunni. Ég held að það jafnist út á löngum tíma og ég hef því ekki stórar áhyggjur af því.

Varðandi spurninguna um að takmarka hlutverk Ríkisútvarpsins eru takmarkanir á hlutverki þess í frumvarpinu eins og þingmanninum er kunnugt um. Ég tel að þær séu nægjanlegar.

Ég mun víkja að þriðju spurningu (Forseti hringir.) hv. þingmanns í seinna andsvari.