141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[15:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég spurði um það í umræðunni hvernig menn sæju fyrir sér samkeppni við þennan risa sem fær 3 milljarða úr ríkissjóði og á að fá 4 milljarða af því að menn eiga nóga peninga þegar það snýst um þetta mál, en ekki þegar það snýst um háskólasjúkrahúsið. Nú eiga menn 800 milljónir eða meira til að setja í þetta dæmi.

Ég spurði hvernig menn sæju fyrir sér samkeppni við þennan risa. Það svaraði mér enginn. Það er mjög veikburða og fátækleg samkeppni á markaði. Það er gjörsamlega vonlaust að keppa við þennan risa, sérstaklega þegar hann fer inn á auglýsingamarkaðinn líka og tekur þá næringu frá samkeppnisaðila, þá er samkeppnin gjörsamlega vonlaus. Við erum í sömu stöðu og Sovétríkin með aumingjalegt framboð í verslunum og aumingjalegt framboð á þessum markaði og allur markaðurinn líður fyrir. Ég segi nei við þessu.