141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

neytendalán.

220. mál
[16:39]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í grunninn snýst þetta um það að fólk skilji og sé meðvitað um hvaða áhættu það tekur, ef það tekur einhverja áhættu. Menn tala stundum eins og verðtryggingin sé það eina sem málið snúist um. Það er líka mjög mikilvægt ef menn eru til dæmis að taka breytilega vexti, að fólk sé meðvitað um hvaða áhættu það er að taka. Þetta snýst ekki bara um verðtrygginguna, þetta snýst um upplýsingagjöf. Þetta snýst um það sem við köllum fjármálalæsi á öllum sviðum. Við erum ekkert bættari með það þótt við upplýsum og kennum um neysluverðsvísitöluna og hvaða áhrif hún hefur á lánin ef kemur síðan eitthvert annað mál sem fólk er ekki meðvitað um. Þetta er allt undir.

Varðandi verðbólguskotið — ég held að hv. þingmaður sé að ræða um þann vanda sem er til staðar og fer ekki, sem er sá að margt fólk er með verðtryggð lán.

(Forseti (ÞBack): Eins og hv. þingmaður tekur eftir er klukkan í ræðupúltinu frosin, sýnir enga tímatakmörkun, en mínútan er liðin.)

Virðulegi forseti. Ég mat það bara þannig að þetta væri klukkan sem vildi að ég talaði aðeins lengur.

(Forseti (ÞBack): Endalaust?)

Og skil ekkert í virðulegum (Forseti hringir.) forseta að vera að grípa inn í.