141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

vörugjald og tollalög.

619. mál
[18:45]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég sagði í framsögu minni þá á þetta ekki að hafa teljandi áhrif á tekjur ríkissjóðs heldur eru þetta eingöngu litlar lagfæringar til að ná betur markmiðum laganna. Verið er að gera breytingar á örfáum vörutegundum og einnig er verið að gera ákveðnar breytingar sem snúa að því að einfalda framkvæmdina. Um það snýst málið, þannig að þetta er ekki íþyngjandi, hvorki fyrir þá sem þurfa að lúta þessari lagasetningu né heldur hefur það teljandi áhrif á tekjur ríkissjóðs.