141. löggjafarþing — 103. fundur,  14. mars 2013.

náttúruvernd.

429. mál
[12:24]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ólafur Þór Gunnarsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka andsvarið. Varðandi fyrri hluta spurningar hv. þingmanns, þ.e. um verkefni til Náttúrufræðistofnunar, hef ég ekki sömu áhyggjur og hv. þingmaður af þeim þætti, en skil hins vegar alveg þá umræðu sem hefur farið fram og það sem menn hafa áhyggjur af.

Hvað varðar hins vegar náttúrustofurnar tekur þingnefndin einmitt undir þau atriði sem koma fram í umsögn um náttúrustofurnar, þ.e. að þær eru beinlínis teiknaðar inn í lagatextann, m.a. vegna þess að þingnefndin telur þetta það mikilvægar stofnanir í héraði að þeirra þurfi að geta í lagatextanum. Og það er gert.