141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:44]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Skefjalaus okurlánastarfsemi á ekki að líðast. Með samþykkt laga þessara eru settar skýrar skorður við því hvaða kostnað má leggja á neytendur við lántöku. Það á að segja fólki satt þegar það tekur lán. Með samþykkt laga þessara er það tryggt að fólk er upplýst um raunverulega verðbólgu, um verðbólguna eins og hún er núna og eins og hún hefur verið síðustu tíu árin, áður en það tekst á hendur við stærstu fjárskuldbindingu lífs síns.

Ég fagna samþykkt frumvarpsins.