141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[20:27]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður spyr hvort tillagan sem við ræðum sé meira í samræmi við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, hvort hún sé frekar í samræmi við hana en aðrar tillögur.

Niðurstaðan var náttúrlega algjörlega ótvíræð í þá veru að kjósendur vilja í miklum meiri hluta að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem eru í einkaeigu lýstar þjóðareign. Með bæklingnum sem fór með til kynningar var tillaga stjórnlagaráðs auðvitað undir. Tillagan sem er til umræðu er ítarlegri en sú tillaga og það er nánar farið í hluti en í tillögunni frá stjórnlagaráði. Hún er efnislega í samræmi en er bara greinarbetri. (Forseti hringir.)

Auðvitað get ég ekki fullyrt, þar sem þessi tillaga lá ekki fyrir, að þetta sé nákvæmlega það sem meiri hluti þjóðarinnar vill, þessi útfærsla. En þjóðin og fólkið kallar eftir auðlindaákvæði í stjórnarskrá og við eigum að svara því kalli.