141. löggjafarþing — 108. fundur,  21. mars 2013.

velferð dýra.

283. mál
[11:09]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Eins og hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir rakti náðist mjög góð sátt í nefndinni um þetta frumvarp um dýravelferð. Ég er framsögumaður málsins og tel ástæðu til að þakka nefndinni og nefndarritara fyrir mikið og gott starf við að ná niðurstöðu.

Endurskoðuð löggjöf um velferð dýra er mikið fagnaðarefni. Þetta er heildarlöggjöf og hér hefur verið bætt úr mörgu og skerpt á ýmsum atriðum eins og ástæða var til. Við óskum engu að síður eftir því að málið verði kallað inn milli 2. og 3. umr. Það eru smáatriði sem aðeins þarf að fara yfir og hnykkja á en ég á von á því að málið komi til atkvæðagreiðslu á ný lítið eða ekkert breytt.