141. löggjafarþing — 110. fundur,  25. mars 2013.

röð mála á dagskrá.

[13:40]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki bara ræða lækkun lyfjaverðs heldur hefur hann gengið í það. Og ég man ekki eftir því að hafa fengið mikinn stuðning frá hv. þingmönnum Vinstri grænna við þá vegferð sem farið var í hér 2007 og 2008. Það var vegferð sem skilaði gríðarlegum árangri, milljarðasparnaði á hverju ári í lækkuðu lyfjaverði.

Hér er um að ræða, virðulegi forseti, að hv. þingmaður er með tillögu sem allir hafa verið tilbúnir til að ræða og meira að segja á milli þinga. En hv. þingmaður kýs ekki að fara þá leið heldur að koma með tillögu sem Samkeppniseftirlitið hefur lagst mjög harkalega gegn og ýmsir aðrir aðilar í þjóðfélaginu og vill fara hér og keyra þetta órétti í gegn.

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvort við eigum eitthvað að ræða þessi vinnubrögð en þau eru kannski ein ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin er ekki í neitt sérstaklega góðum málum.