141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

dagskrá næsta fundar.

[11:33]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Þingmenn Hreyfingarinnar lögðu til að við mundum taka fyrir stjórnarskipunarlög, mál nr. 415, því að ljóst er — það lá fyrir í gær — að búið er að semja um að það verði settir slíkir þröskuldar á stjórnarskrárbreytingar að það verður nánast ógjörningur að breyta stjórnarskrá. Okkur finnst mikilvægt að ræða um stjórnarskrána og leggjum til að við gerum það í stað þess að taka í hraðferð jafnmikilvægt mál og Bakkamálið.