142. löggjafarþing — 5. fundur,  13. júní 2013.

aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi.

9. mál
[16:13]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki nema von að þingmaðurinn spyrji. Og valfrelsi — hún brigslar mér um að það sé kjánaskapur að benda á að ég vilji taka upp nýjan gjaldmiðil. (Gripið fram í.) Eru verðtryggð lán tíðkuð til neytenda almennt í þeim ríkjum þar sem er alvörugjaldmiðill?

Valfrelsi lýtur að því, þetta snýst ekki um val um verðtryggingu eða ekki verðtryggingu. Þetta lýtur að því … (Gripið fram í.) Já, spurningin er miklu dýpri og flóknari en svo. Spurningin lýtur að því hvort fólk vilji búa í landi þar sem það býr við efnahagslegan stöðugleika, þar sem það getur gert áætlanir fram í tímann.

Hv. þingmaður, herra forseti, hefur valið að styðja ríkisstjórn sem býður ekki upp á slíkan valkost. Það væri nær að hv. þingmaður svaraði því hvað hún telji um það.