142. löggjafarþing — 5. fundur,  13. júní 2013.

aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi.

9. mál
[17:49]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Svandís Svavarsdóttir lýsti skoðun sinni í ræðu áðan að henni þætti rétt að vísa þingsályktunartillögu sem hér um ræðir til velferðarnefndar fremur en til efnahags- og viðskiptanefndar sem ég veiti forstöðu. Eftir að hafa rætt það mál aðeins höfum við komist að því samkomulagi að verði málinu vísað til efnahags- og viðskiptanefndar muni ég sjá til þess að leitað verði álits hjá velferðarnefnd.