142. löggjafarþing — 9. fundur,  20. júní 2013.

Seðlabanki Íslands.

20. mál
[12:21]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að þakka fyrir þessa útskýringu nákvæmlega. Það tapa allir á þessu, sérstaklega þeir sem eru með verðtryggð lán, og þannig veldur þetta fjárhagsskaða hjá öllum. Sú hugmynd að það séu bankar — Seðlabankinn bjó náttúrlega til þessa peninga en í því peningakerfi sem við búum við í dag eru það einkabankar sem búa til um 95% af öllum nýjum peningum en Seðlabankinn 5% eða eitthvert smotterí sem fjármálafyrirtækin hafa síðan ein rétt til að fá lánaða á stýrivöxtum.

Það þarf því að skoða allt þetta kerfi þar sem þetta er eins konar verðbólguskattur. Þetta er fjárhagslegur skaði sem er tilfærður og kerfið þarf allt að skoða. Ég veit að herra Frosti hefur mikinn áhuga á því að skoða þetta fyrirkomulag allt saman. Það verður mjög gaman að fylgjast með því hér í þinginu.

(Forseti (SJS): Ég vil minna ræðumann á að nefna hv. þingmann rétt.)